Náttúrustofan fær styrki frá VINUM VATNAJÖKULS

Í haust auglýstu VINIR VATNAJÖKULS eftir styrkumsóknum en VINIR VATNAJÖKULS eru hollvinasamtök Vatnajökulsþjóðgarðs. Hlutverk samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslustarf sem stuðlar að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.

Náttúrustofan sótti um styrki í þrjú verkefni sem öll voru samþykkt. Síðastliðinn föstudag fór formleg afhending styrkjanna fram í Þjóðmenningarhúsinu. 

Þau þrjú verkefni sem Náttúrustofan sótti um styrk í voru:

Börn, foreldrar og náttúra í Vatnajökulsþjóðgarði

Verkefnið felur í sér gerð fræðsluefnis í formi lítillar bókar fyrir íslenskar fjölskyldur sem heimsækja Vatnajökulsþjóðgarð. Markmiðið með bókinni er að hvetja börn og foreldra  til að fara saman út í náttúruna, fræðast, uppgötva, upplifa, leika sér, njóta og slappa af saman.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Börn og foreldrar bregða á leik í Vatnajökulsþjóðgarði

Staðsetning örnefna í Jökulsárgljúfrum, Vatnajökulsþjóðgarði

Markmið verkefnisins er að varðveita þekkt örnefni og staðsetningu þeirra í Jökulsárgljúfrum, Vatnajökulsþjóðgarði áður en vitneskjan um þau glatast.  Örnefnin, sem eru í dag varðveitt í nokkrum misgömlum örnefnaskrám, verða staðsett, hnitsett og teknar af þeim myndir eins og aðstæður leyfa.

Varpútbreiðsla heiðagæsar í Herðubreiðarfriðlandi

Verkefnið felst í því að kanna fjölda varppara og útbreiðslu heiðagæsa innan Herðubreiðarfriðlands og reyna að meta áhrif ferðamennsku á hana.

Þess má geta að í fyrra styrktu VINIR VATNAJÖKULS útgáfu bókarinnar Náttúrutúlkun – Handbók sem Náttúrustofan gaf út í sumar.

Vinir-Vatnajokuls2
Þorkell Lindberg Þórarinsson tekur við styrk fyrir Handbók í Náttúrutúlkun í desember 2010.
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin