Málþing og vinnustofa um stjórnun friðlýstra svæða

stjornun_fridlystra_svaeda

Dagana 11. – 14. október s.l. var haldið málþing og vinnustofa um stjórnun þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða á Egilsstöðum. Fyrsta daginn var haldið málþing þar sem Stephen McCool, Professor Emeritus var aðal frummælandi. Stephen er alþjóðlega virtur sérfræðingur á sviði þjóðgarðastjórnunar og höfundur fjölda rita um málefnið.  Fleiri áhugaverð erindi voru flutt á málþinginu og var aðsóknin mjög góð.

stjornun_fridlystra_-svaeda1
Áhugasamir nemendur á námskeiði hjá Stephen.

Annan daginn var farin vettvangsferð inn á Austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem meðal annars var skoðuð ný gestastofa þjóðgarðsins að Skriðuklaustri og farið inn að Snæfelli.  Tæplega 30 manns tóku þátt í vettvangsferðinni en hluti tímans var notaður til hópavinnu í framhaldi af málþinginu.

stjornun_fridlystra_svæda2
Gestastofan á Skriðuklaustri skoðuð

Þriðja og fjórða daginn var haldið námskeið í LAC (Limits of Acceptable Change) aðferðarfræðinni sem á íslensku má kalla „Mörk ásættanlegra breytinga.“ LAC aðferðarfræðin er gagnlegt stjórntæki sem nota má við skipulag og stjórnun friðlýstra svæða.  Stephen McCool var leiðbeinandi námskeiðsins. Síðasta daginn var einnig stutt málstofa um Hnattrænar áskoranir í umhverfismálum og hlutverk þjóðgarða okkar í því sambandi. Stjórnandi málstofunnar var Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisfræðingur.

stjornun_fridlystra_svaeda3
Málin rædd við Snæfell

Góð þátttaka var á námskeiðið og málstofuna en rúmlega 20 manns tóku þátt, þar á meðal meirihluti fastra starfsmanna í þjóðgörðum og öðrum friðlýstum svæðum á Íslandi.

stjornun_fridlystra_-svaeda4
Pétur Bjarnason hjá Vísindagarðinum afhendir Stephen McCool (til hægri) bók að gjöf.

 

 

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin