Laxárskólinn hefur göngu sína

Laxárskóli er samstarfsverkefni Náttúrustofu Norðausturlands, Þekkingarseturs Þingeyinga og Hermans Bárðarsonar, leigutaka Laxár í landi Hrauns í Aðaldal.  Verkefnið miðar að því að gera nemendum í grunnskólum á svæðinu kleift að kanna lífríki Laxár.  Nú í haust var nemendum í 6. bekk í Borgarhólsskóla og Hafralækjarskóla boðið í Laxárskóla.

Nemendum var skipt í tvo hópa og var hvor hópur einn dag við Laxá við vísindalegar athuganir.  Athuganirnar fólust meðal annars í því að veiða urriða, kanna straumhraða og lífríki botnsins.  Þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið með besta móti þessa tvo daga (30 og 31. ágúst) þá tókust þessar ferðir afskaplega vel og nemendur voru ánægðir.  Fyrir stendur að nemendurnir komi í heimsókn á Náttúrustofuna og þá verður aflinn krufinn og magainnihaldskoðað ásamt því að botnsýni verða skoðuð í víðsjá.

Á næsta ári er gert ráð fyrir að fleiri bekkjum verði boðið í Laxárskóla og fleiri verkefni unnin.  Það er mjög mikilvægt að börn fái tækifæri til að kynnast nátttúrunni á eigin raun með athugunum sem þau framkvæma sjálf úti í náttúrunni.  Þau eru forvitin að eðlisfari um umhverfi sitt og er þetta mun æskilegri leið til að kynnast náttnúrunni en eingöngu í gegn um bækur eða aðra miðla.

Laxarskoli6 Laxarskoli Laxarskoli4

 


Warning: Undefined array key "show_post_count" in /home/customer/www/nna.is/public_html/wp-content/plugins/anual-archive/annual_archive.php on line 711
WordPress Image Lightbox Plugin