Landvarðanámskeið á Gufuskálum 2018

Á hverju ári heldur Umhverfisstofnun námskeið fyrir verðandi landverði. Námskeiðið spannar tæplega 120 klst. og er kennt á 4 vikna tímabili í febrúar og mars. Námskeiðið er bæði kennt sem staðarnám og að hluta til fjarnám. Einn hluti námskeiðsins er vettvangsferð þar sem kennd eru undirstöðuatriði náttúrutúlkunar og nemendur þjálfaðir í að fara í gönguferðir með gesti.

Að þessu sinni var farið í vettvangsferð í Þjóðgarðinn Snæfellsjökul og dvalið á Gufuskálum. Alls tóku 42 nemendur þátt í vettvangsnámi á Snæfellsnesi dagana 21. – 25. febrúar en þeim innan handar voru 8 leiðbeinendur frá Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarði, þjóðgarðinum á Þingvöllum og Náttúrustofu Norðausturlands. Starfsmaður náttúrustofunnar, Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, hefur kennt náttúrutúlkun á námskeiðum Umhverfisstofnunar í landvörslu um allnokkurt skeið ásamt því að koma að endurskoðun á námi landvarða og endurgerð nýrrar námsskrár í samstarfi við Umhverfisstofnun.

Leiðbeinendur á landvarðanámskeiði: Frá vinstri, Kári Kristjánsson VÞ, Jón Björnsson þjóðgarðsvörður á Snæfellsnesi (UST) Helga Árnadóttir VÞ, Linda Björk Hallgrímsdóttir UST, Hákon Ásgeirsson UST, Kristín Ósk Jónasdóttir UST, Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir NNA og Torfi Stefán Jónsson þjóðgarðinum á Þingvöllum.
Leiðbeinendur á landvarðanámskeiði: Frá vinstri, Kári Kristjánsson VÞ, Jón Björnsson þjóðgarðsvörður á Snæfellsnesi (UST) Helga Árnadóttir VÞ, Linda Björk Hallgrímsdóttir UST, Hákon Ásgeirsson UST, Kristín Ósk Jónasdóttir UST, Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir NNA og Torfi Stefán Jónsson þjóðgarðinum á Þingvöllum.

Á Snæfellsnesi spreyttu nemendur sig á ýmsum verkefnum innan sem utan dyra og undirbjuggu gönguferðir sem þeir fóru með leiðbeinendur og aðra nemendur í. Einnig fóru þeir í skoðunarferð um þjóðgarðinn og kynntu sér starfsemi hans.

Það blés hressilega á Snæfellsnesi þessa daga og truflaði veðrið aðeins dagskrána. Nemendur og leiðbeinendur létu það þó ekkert á sig fá og buðu Kára birginn.

20180222_112633

IMG_0025

IMG_0057

IMG_0044

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin