Nýlega bárust Náttúrustofunni upplýsingar um landsvölupar Hirundo rustica með hreiður í fjárhúsum í Mývatnssveit. Um er að ræða fyrsta varptilvik tegundarinnar norðan heiða en það mátti eiga von á varpi einhvers staðar á landinu í sumar í kjölfar óvenjumikils svölufjölda nú í vor (sérstaklega sunnan heiða).
Vitað er til þess að landsvölur hafi reynt við varp u.þ.b. 25-30 sinnum áður hér á landi, frá Bjargtöngum í vestri, meðfram allri suðurströndinni austur á Hérað. Náttúrustofan hvetur áhugamenn til að tilkynna um athuganir á landsvölum, eða öðrum flækingum, sem kunna að vera á vegi þeirra.