Kollheimt

Náttúrustofan hefur undanfarnar vikur tekið að sér kennslu í námskeiði á vegum FræÞings sem heitir Fiskur og Ferðaþjónusta. Á þriðjudaginn 10. maí var farið í fuglaskoðun í nágrenni Húsavíkur og sáust alls um 30 tegundir. Skoðað var á fjórum stöðum; Mýrarvatni í Laxá, Kaldbakstjörn, Húsavíkurhöfn og í Bakka. Meðal þeirra tegunda sem sáust voru óðinshani, kría, kjói, spói og lóuþræll en þessar tegundir eru síðustu farfuglarnir sem láta sjá sig á svæðinu eftir vetrardvöl á suðlægari svæðum. Þar með má segja af þingeyskum farfuglum að það sé kollheimt.

Í fuglaskoðunarferðinni vöktu 4 hrafnsendur í Húsavíkurhöfn sérstaka athygli en það er ekki algengt að sjá þær þar. Hrafnsendur eru sárasjalgæfar utan Þingeyjarsýslna en aðallega verpa þær við Mývatn. Stofninn er mjög lítill, aðeins um 3-500 pör. Á veturna halda hrafnsendur til á sjó og er talið að þær íslensku haldi sig við vesturströnd Evrópu.

hrafnsond
Hrafnsendur sáust á Mýrarvatni og í Húsavíkurhöfn á þriðjudag
WordPress Image Lightbox Plugin