Hrístittlingur sést á Melrakkasléttu

Dagana 31. október og 1. nóvember síðastliðinn hélt hrístittlingur Emberiza rustica til á Leirhöfn á Melrakkasléttu. Það voru þeir Gaukur Hjartarson og Guðmundur Örn Benediktsson sem fundu fuglinn ásamt einni fjallafinku Fringilla montifringilla. Fjallafinkan sást þó bara fyrri daginn.

Fuglinn vakti mikla athygli og komu m.a. tveir fuglaskoðarar í dagsferð frá Reykjavík til að berja fuglinn augum enda um sárasjaldgæfan gest að ræða. Tegundin hafði einungis fjórum sinnum áður sést á Íslandi, tvisvar að vori og tvisvar að hausti. Öll fyrri tilvik voru á Kvískerjum í Öræfum! Hrístittlingar verpa frá skógum Svíþjóðar í vestri austur um norðurhluta Asíu. Á veturna er tegundina helst að finna í Kína og Japan! Hér fyrir neðan má sjá mynd af fuglinum sem Gaukur tók.

hristittlingur


Warning: Undefined array key "show_post_count" in /home/customer/www/nna.is/public_html/wp-content/plugins/anual-archive/annual_archive.php on line 711
WordPress Image Lightbox Plugin