Hringdúfa á Húsavík

Sigurður Gunnarsson á Húsavík er mikill fuglaáhugamaður og er duglegur að gefa fuglum æti að vetrarlagi. Í vetur hefur hann verið með skógarþresti, svartþresti og gráþresti í fóðrun en á laugardaginn síðasta bættist hringdúfa (Columba palumbus) í hópinn. Þetta er í annað skiptið sem Hringdúfa sést á Húsavík en áður sást hún árið 1958. Hringdúfa er mjög stór dúfutegund, gráleit með áberandi hvítan blett á hálsinum. Bringan er ryðlit og á vængjum er hvítt þverbelti. Hringdúfa sem er algengur skógarfugl um mestalla Evrópu er árlegur flækingur hér á landi. Oftast koma þær að vorlagi og er þessi óvenju snemma á ferðinni. Líklegt er að sterkir austanvindar í síðustu viku hafi borið hana hingað til lands. Hringdúfur hafa sex sinnum reynt varp hérlendis svo vitað sé.

hringdufa


Warning: Undefined array key "show_post_count" in /home/customer/www/nna.is/public_html/wp-content/plugins/anual-archive/annual_archive.php on line 711
WordPress Image Lightbox Plugin