Hreinsum Ísland og hreinsunardagur Norðurþings

Starfsmannafélagið Pólstjarnan nr. 126, sem er starfsmannafélag Þekkingarsetursins á Húsavík (Náttúrustofa Norðausturlands, Þekkingarnet Þingeyinga, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Húsavík og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra), tók þátt í hreinsunardegi Norðurþings og lagði um leið strandhreinsunarverkefni Landverndar „Hreinsum Ísland“ lið. Vegna anna tók starfsmannafélagið hreisunardaginn degi of snemma en hann fer fram á morgun föstudag.

20170518_104629_1495125756290_resized
Starfsmenn Þekkingarnetsins að störfum
20170518_112052_1495125763309_resized
Starfsmenn Náttúrustofunnar og Háskólasetursins við hreinsunarstörf
20170518_115300_1495125766406_resized
Það er margt að finna í fjörum

18579008_10210784317257725_1594038157_n

Pólstjarnan tók að sér að hreinsa fjörur frá Reyðará að Selanöf á suðvesturodda Bakkahöfða ásamt höfðanum sjálfum og meðfram vegi. Pólstjarnan nýtti einnig tækifærið og skoraði á hvalaskoðunarfyrirtækin á Húsavík að taka þátt í strandhreinsunarverkefni Landverndar og hreinsunardegi Norðurþings. Síðast þegar fréttist höfðu Norðursigling og Gentle Giants tekið að sér fjörur til að hreinsunar.

20170518_115856_1495125771684_resized
Hluti hreinsunargengisins

 

18601243_10210784317457730_889601720_n
Afraksturinn (fremst á myndinni)

 

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin