Starfsmannafélagið Pólstjarnan nr. 126, sem er starfsmannafélag Þekkingarsetursins á Húsavík (Náttúrustofa Norðausturlands, Þekkingarnet Þingeyinga, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Húsavík og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra), tók þátt í hreinsunardegi Norðurþings og lagði um leið strandhreinsunarverkefni Landverndar „Hreinsum Ísland“ lið. Vegna anna tók starfsmannafélagið hreisunardaginn degi of snemma en hann fer fram á morgun föstudag.







Pólstjarnan tók að sér að hreinsa fjörur frá Reyðará að Selanöf á suðvesturodda Bakkahöfða ásamt höfðanum sjálfum og meðfram vegi. Pólstjarnan nýtti einnig tækifærið og skoraði á hvalaskoðunarfyrirtækin á Húsavík að taka þátt í strandhreinsunarverkefni Landverndar og hreinsunardegi Norðurþings. Síðast þegar fréttist höfðu Norðursigling og Gentle Giants tekið að sér fjörur til að hreinsunar.





