Heimsókn

Nú í febrúar fékk Náttúrustofan til sín góðan gest, Patrek Jón Stefánsson nemanda í 4. bekk í Borgarhólsskóla. Patrekur er mikill fuglaáhugamaður og kíkti í heimsókn til að kynna sér fuglarannsóknir Náttúrustofunnar og ekki síður til að kynnast fuglafræðingum stofunnar. Hann ræddi við þá Þorkel Lindberg Þórarinsson og Aðalstein Örn Snæþórsson í góða stund og hitti einnig Yann Kolbeinsson stuttlega. Upprennandi fuglafræðingur þarna á ferðinni.

Þorkell Lindberg og Patrekur Jón
Þorkell Lindberg forstöðumaður Náttúrustofunnar og Patrekur Jón fuglaáhugamaður

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin