Hátt hlutfall ungra rjúpna á NA-landi

Náttúrustofa Norðausturlands hefur undanfarin ár tekið þátt í rjúpnarannsóknum Náttúrufræðistofnunar Íslands. Nú í haust söfnuðu starfsmenn náttúrustofunnar vængjum af rjúpum hjá skotveiðimönnum á Norðausturlandi. Með því að bera saman litarefni á ystu flugfjöðrum vængjanna er hægt að flokka þá í tvo aldursflokka, unga frá sumrinu og eldri fugla. Hátt hlutfall ungfugla (um 80%) bendir til aukningar stofnsins en lágt hlutfall (60 – 70%) til fækkunar.

Rjupur_hlutfall

Niðurstöðurnar eins og staðan var um áramótin má sjá á meðfylgjandi töflu en hlutfall ungfugla er 76% fyrir allt landið. Hlutfallið er misjafnt milli landshluta, hæst hér á Norðausturlandi eða 80%. Ekki er líklegt að þessar tölur eigi eftir að breytast mikið þar sem ólíklegt er að margir vængir berist eftir þennan tíma.

rjupur_hlutfall1

Náttúrustofan þakkar veiðimönnum kærlega fyrir vængina og vonar að rjúpurnar sem áttu þá hafi bragðast vel.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin