Góðar gjafir

Nýverið færði Björg Sigurðardóttir bókasafnskennari Borgarhólsskóla, Náttúrustofunni heimildarmyndina Heim farfuglanna á DVD að gjöf. Einnig færði hún Náttúrustofunni Heim farfuglanna á myndbandsspólu fyrir hönd Soroptimistaklúbbs Húsavíkur og nágrennis. Náttúrustofan þakkar þessar góðu gjafir.

Þess má geta að Heimur farfuglanna er til sölu í Esar til fjáröflunar fyrir Soroptimistaklúbb Húsavíkur og nágrennis. Einnig tekur Hulda Jóna Jónasdóttur við pöntunum í síma 464 3908 eða 867 3908/854 0839.

Evrópusamband soroptimista veitir árlega nokkra námsstyrki með það að markmiði að efla menntun og stöðu kvenna. Styrkirnir eru veittir konum til framhaldsnáms eða frekari starfsþjálfunar, endurmenntunar eða endurþjálfunar, forgang hafa þau störf sem ekki eru hefðbundin kvennastörf. Þeir sem áhuga hafa á að sækja um styrk er bent á að hafa samband við Björg Sigurðardóttur í síma 464 1737 eða 464 1307.

Bjorg Sigurdardottir
Björg Sigurðardóttir afhendir forstöðumanni Náttúrustofunnar gjafirnar.

 


Warning: Undefined array key "show_post_count" in /home/customer/www/nna.is/public_html/wp-content/plugins/anual-archive/annual_archive.php on line 711
WordPress Image Lightbox Plugin