Fuglar og vindmyllur í Búrfellslundi

Landsvirkjun hefur nú birt rafræna frummatsskýrslu vegna Búrfellslundar, fyrirhugaðs vindorkuvers Landsvirkjunar og er hún nú til kynningar og athugasemda. Í skýrslunni eru meðal annars kynntar rannsóknir Náttúrustofunnar á fuglalífi á Hafinu norðaustan við Búrfell, sem unnar voru fyrir Landsvirkjun í samvinnu við Háskólann í Árósum. Markmið rannsóknanna var að lýsa grunnástandi fuglalífs á svæðinu og þeim áhrifum sem vindorkuverið gæti haft á fugla. Sambærilegar rannsóknir hafa ekki áður verið gerðar hér á landi, enda yrði Búrfellslundur fyrsta vindorkuverið á Íslandi.

2014-09-25 14.31.22br
Tilraunavindmyllur Landsvirkjunar á Hafinu.

Rannsóknin fór þannig fram að farfuglar á svæðinu voru kortlagðir að vori og hausti árið 2014 og þannig lagt mat á áflugshættu við vindmyllur í fyrirhuguðum Búrfellslundi. Við kortlagninguna var notast við ratsjá og sjónauka sem mælir bæði fjarlægð og flughæð með leysigeisla. Varpfuglar á svæðinu voru einnig kortlagðir til að lýsa grunnástandi svæðisins. Við mat á þéttleika varpfugla var notast við punkttalningar en þá er talið á fyrirfram ákveðnum punktum sem jafndreifðir eru um svæðið. Skýrsla Náttúrustofunnar, Fuglar og vindmyllur í Búrfellslundi, kom út í júlí 2015.

2014-10-21 15.56.04
Ratsjáin sem notuð var við athuganir á ferðum fugla, hér staðsett á Sultartangastíflu.
IMG_4818
Aðalsteinn Örn Snæþórsson starfsmaður Náttúrustofunnar fylgist með ferðum fuglahópa um svæðið.

 


Warning: Undefined array key "show_post_count" in /home/customer/www/nna.is/public_html/wp-content/plugins/anual-archive/annual_archive.php on line 711
WordPress Image Lightbox Plugin