Nýverið festi Náttúrustofan kaup á búnaði til greininga smásærra lífvera. Um er að ræða smájsá af gerðinni Leica MZ 12,5, víðsjá af gerðinni Leica DM LS2 og stafræna myndavél sem tengja má við þær af gerðinni Canon EOS 300D. Styrkur FSH kemur til viðbótar 700.000 kr styrk frá Tækjasjóði RANNÍS sem fékkst fyrr á þessu ári.
Reiknað er með að búnaðurinn muni nýtast FSH í framtíðinni en með þessum búnaði er hægt að taka stafrænar myndir af smásæjum lífverum og nota í kennslu. Nú þegar hefur búnaðurinn komið að góðum notum hjá Náttúrustofunni en þar er nú unnið að greiningu smádýra í samstarfi við Líffræðistofnun Háskólans. Er sú vinna hluti af rannsóknarverkefni sem kallast „Þróun smádýrasamfélaga í hálendistjörnum“.
Náttúrustofan þakkar FSH fyrir rausnarlegan stuðning við kaup á þessum tækjum og vonast til þess að þau muni nýtast skólanum vel í komandi framtíð. Um leið vill Náttúrustofan koma á framfæri þökkum til Tækjasjóðs RANNÍS fyrir að styrkja tækjakaupin svo myndarlega sem hann gerði.
