Fréttir af flækingum

Mikið hefur borið á silkitoppum undanfarna daga á Húsavík. Í Háagerði sáust 10 í fyrradag og 15 við Hjarðarhól/Baughól í gær. Einnig hafa þær komið fram á Þórshöfn, Kópaskeri, Núpasveit, Mývatnssveit (sjá www.fuglar.is). Vafalaust eru þær mjög víða á NA-landi eins og annarsstaðar á landinu nú um þessar mundir.

Af öðrum flækingum er það helst að á Húsavík hefur undanfarna daga sést til svartþrasta, gráþrasta, hettusöngvara og gráhegra. Á Kópaskeri hefur gransöngvari haldið sig og grunur er á að skógarsnípa hafi þar læðst um á milli húsa. Þá hafa hvinendur sést á Presthólalónum í Núpasveit. Auk þess að hafa sést á Húsavík hafa gráþrestir sést á Þórshöfn, við Snartarstaði og í Leirhöfn á Melrakkasléttu. Enn hefur aðeins fundist einn dómpápi á NA-landi (kvenf. Presthólar í Núpasveit 27/10).

Heimildarmenn:
Gaukur Hjartarson, Húsavík
Guðmundur Örn Benediktsson, Kópaskeri

silkitoppur
Silkitoppur storka örlögunum! Mynd: Daníel Bergmann
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin