Flugnagildrur komnar upp

Í gær voru flugnagildrur Náttúrustofunnar settar upp fyrir sumarið en Náttúrustofan hefur frá árinu 2006 verið með flugnagildrur við Miklavatn og Sílalækjarvatn í Aðaldal og Víkingavatn og Skjálftavatn í Kelduhverfi. Sumarið 2011 bættist síðan við flugnagildra við Ástjörn í Kelduhverfi.

Gildrurnar eru jafnan settar upp í kringum 20. maí ár hvert og tæmdar mánaðarlega yfir sumarið. Um er að ræða svokallaðar rúðugildrur, gerðar úr plexigleri (sjá mynd). Fljúgandi skordýr fljúga á glerið og falla ofan í kassann sem fylltur er frostlegi og vatni, þar varðveitast þau þar til gildran er tæmd.

Gildrurnar eru fyrst og fremst ætlaðar til að fylgjast með stofnsveiflum rykmýs í vötnunum en fjöldi þeirra gefur vísbendingar um ástand botndýralífs og þar með fæðuframboð fugla og fiska í viðkomandi vatni.

20150520_142249
Yann Kolbeinsson setur upp flugnagildru við Sílalækjarvatn

 

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin