Fjórir starfsmenn hjá Náttúrustofunni

Auk forstöðumanns hafa þrír starfsmenn starfað hjá Náttúrustofunni í sumar. Starfsmennirnir starfa við þrjú mismunandi verkefni.

Auður Aðalbjarnardóttir líffræðinemi hefur unnið að skýrslugerð í tengslum við verkefni sem kallast „Hagræn nýting náttúruauðlinda við Öxarfjörð“ en það er unnið fyrir Öxarfjarðar- og Kelduneshrepp. Verkefni Auðar felst í að taka saman skýrslu þar sem fram koma þær upplýsingar sem tiltækar eru um náttúrufar í Öxarfirði, með sérstakri áherslu á jarðhita og ferskvatn. Skýrslunni er ætlað að ýta verkefninu úr vör og stuðla að opnum umræðum um þá möguleika sem landsvæðið hefur í skauti sér.

Yann Kolbeinsson líffræðinemi hefur starfað tímabundið við fuglaúttekt vegna umhverfismats fyrirhugaðs Dettifossvegar. Verkefnið er unnið fyrir Vegagerðina og er tilgangurinn að meta þéttleika varpfugla á fyrirhuguðu vegstæði.

Sesselja G. Sigurðardóttir líffræðingur BS vinnur að rannsókn á þróun smádýrasamfélaga í hálendistjörnum. Rannsóknin er unnin í samstarfi við dr. Jón S. Ólafsson hjá Líffræðistofun Háskóla Íslands. Ólíkt hinum verkefnunum mun vinna Sesselju standa fram á haust.

Starfsfólk NNA
Yann, Auður og Sesselja
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin