Fiðrildin flögra um Ásbyrgi og fylla Jökulsárgljúfur

Eins og áður hefur komið fram þá er Náttúrustofan með tvær fiðrildagildrur á starfssvæði sínu. Önnur þeirra er staðsett við Ás í Kelduhverfi, skammt austan Ásbyrgis.

Föstudagskvöldið 6. ágúst s.l. stóð Vatnajökulsþjóðgarður fyrir fræðslukvöldi um fiðrildi í Ásbyrgi þar sem Aðalsteinn Örn Snæþórsson líffræðingur og kennari hélt fræðsluerindi um fiðrildi í Gljúfrastofu og fór að því loknu með þátttakendur í gönguferð að Ási þar sem fiðrildagildran var tæmd með aðstoð ungra gesta. Rúmlega 30 gestir á öllum aldri mættu á fræðslukvöldið. Veður var hið ákjósanlegasta, fiðrildi sveimuðu allt í kring og höfðu gestir gaman af.

Aðalsteinn kenndi gestum að þekkja helstu einkenni vefara, feta og ygla, bæði á lirfu- og fiðrildastigi ásamt því að fræða gesti um tengsl fiðrilda við aðrar lífverur svæðisins. Í lok gönguferðar var brugðið á leik með yngstu þátttakendunum sem voru sérstaklega áhugasamir um allt það sem að fiðrildunum sneri.

Meðfylgjandi eru myndir frá þessu skemmtilega kvöldi.

fidrildakvold
Gestir safnast saman við tjaldsvæðið í Ásbyrgi
fidrildakvold1
Helstu einkennum fiðrilda lýst
fidrildakvold2
Einkennin skoðuð nánar
fidrildakvold3
Vefarar vefja birkiblöðum utan um sig og skógurinn fær brúnleitt yfirbragð
fidrildakvold4jpg
Fiðrildagildran við Ás
fidrildakvold5
Ungur þátttakandi opnar gildruna
fidrildakvold6
Og aðrir aðstoða við að tæma fiðrildin úr gildrunni
fidrildakvold7
Fiðrildaveiði vikunnar komin í örugga höfn
fidrildakvold8
Yngstu þátttakendurnir bregða sér í gervi margfættaðrar fiðrildalirfu
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin