Fiðrildavöktun Náttúrustofu Norðausturlands árin 2009 og 2010

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur vaktað fiðrildi með ljósgildrum á Suðurlandi frá árinu 1995. Nokkrar náttúrustofur hafa nú sett upp ljósgildrur á sínum starfssvæðum og hafið fiðrildavaktanir í samstarfi við Náttúrufræðistofnun.

Náttúrustofa Norðausturlands er með ljósgildrur á tveimur stöðum. Önnur er í Ási í Kelduhverfi og hefur hún verið starfrækt frá árinu 2007. Sagt var frá niðurstöðum fyrstu tveggja áranna úr þessari gildru í fréttum Náttúrustofu Norðausturlands dagana 17.4.2008 og 2.3.2009. Hin ljósgildran er staðsett á Skútustöðum í Mývatnssveit og var fyrst sett upp árið 2009. Ólag var á henni það ár og því ekki marktækar niðurstöður. Betur gekk árið 2010.

Margar tegundir komu í gildruna í Ási bæði árið 2009 og 2010. Niðurstöður ársins 2009 eru svipaðar fyrri árum en niðurstöður árisins 2010 skera sig aðeins úr. Þar ber helst að nefna gríðarlegan fjölda birkivefara, en einnig var mikið af víðifeta, skrautfeta og brandyglu. Hins vegar var óvenju lítið af grasvefara og tígulvefara. Niðurstöður þessi fyrstu fjögur ár má sjá í eftirfarandi töflu:

Fidrildi2009-2010

Mun færri fiðrildi bárust í gildruna á Skútustöðum eða 1308 af 17 tegundum. Niðurstöðurnar má sjá í eftirfarandi töflu:

Fidrildi2009-2010-Skutustadir

 

WordPress Image Lightbox Plugin