Endurheimtur

Það sem af er ári hafa 3 merki borist Náttúrustofunni:

Þann 1. apríl fann Aðalsteinn Óskarsson dauða álft (Cygnus cygnus) í Helgavogi í Mývatnssveit. Um var að ræða karlfugl sem merktur hafði verið sem ófleygur ungi í ágúst 2003 við Veisusel í Fnjóskadal af Sverri Thorstensen.

Þann 26. maí fann Jóhann Gunnarsson merki í minkagreni við Eyvindarlæk í Lindahlíð, Aðaldal. Samkvæmt upplýsingum NÍ var merkið af rauðhöfðaönd (Anas penelope) merktri sem ófleygum unga í júlí 1988 að Hrauni í Aðaldal af Sverri Thorstensen.

Þann 19. júní fann Steingrímur Stefánsson merktan hettumáf (Larus ridibundus) í silunga-/laxaneti við Straumeyjar í Laxá í Aðaldal. Hann hafði verið merktur sem ófleygur ungi af Gauki Hjartarsyni við Kaldbak á Húsavík.

Náttúrustofan tekur fúslega við merkjum sem almenningur finnur eða upplýsingum sem lesin eru af merkjum lifandi fugla og kemur þeim áleiðis til Náttúrufærðistofnunar Íslands. Rannsóknir sem byggja á merkingum fugla og endurheimtum merkjum byggja á samstarfi við almenning og veiðimenn um skil á merkjum og upplýsingum um fund þeirra. Nánar er hægt að lesa um merkingar á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands http://www.ni.is/dyralif/fuglar/fuglamerkingar/.

straumond_endurheimtur
Merkt straumönd
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin