Dagur hinna villtu blóma

Dagur hinna villtu blóma var haldinn á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum sunnudaginn 19. júní síðastliðinn.

Af þessu tilefni stóð Náttúrustofan í samstarfi við Flóruvini fyrir gönguferð við Botnsvatn. Gróa Valgerður Ingimundardóttir líffræðingur og flóruvinur veitti leiðsögn um algengustu plöntur á svæðinu. Kalt var í veðri en þurrt og mættu 14 manns og einn hundur í gönguferðina. Gönguferðir voru víðs vegar um landið en eftir því sem næst verður komist mættu flestir á Húsavík.

bloma
Gróa Valgerður leiðbeinir þátttakendum.

 

 

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin