Í fyrrihluta júní var verið að endurheimta dægurrita af skrofum í Ystakletti í Vestmannaeyjum. Þar hafa skrofur verið merktar með þessum tækjum frá vorinu 2006 og er verkefnið nú unnið í samstarfi við Náttúrustofu Suðurlands og Háskólann í Barcelona. Að þessu sinni endurheimtust 12 dægurritar af 15 sem settir voru út sumarið 2012. Hér heldur Ingvar A. Sigurðsson, hjá Náttúrustofu Suðurlands, á skrofukarli sem við heilsuðum nú upp á 8. vorið í röð!