Búrfellsheiði – Tunguselsheiði – Langanes

Tilgangur ferðarinnar var að kanna tjarnarkerfi á Búrfellsheiði, Tunguselsheiði og á láglendi við Þistilfjörð. Dr. Jón sá um að leggja hornsílagildrur og botnsýnatökur, Sissa sá um svifsýnatökur, Gróa Valgerður um gróðurathuganir og skráningu, Lindi og Nói sáu um fuglaathuganir og Elísabet safnaði vorflugum og aðstoðaði við mælingar.

Á föstudeginum var haldið upp á Búrfellsheiði í hellirigningu en úr veðrinu rættist þegar komið var á áfangastað.  Á laugardeginum voru hornsílagildrur sóttar upp á Búrfellsheiði og síðan haldið upp á Tunguselsheiði í glampandi sól og hita eftir holóttum vegi, sýnum sópað í dollur en hornsílagildrum sleppt að þessu sinni þar sem óveður var í aðsigi. Um miðnætti var komið niður af heiðinni og gist á gistiheimilinu Lyngholti á Þórshöfn. Á sunnudeginum var síðan haldið út á Langanes í hellirigningu og roki, sýnatökum var því lokið af í hvelli og keyrt til byggða.

tjarnir
Tjarnir á Búrfellsheiði
tjarnir1
Elísabet og Jón að störfum.
tjarnir2
Gróa Valgerður kannar gróður.
tjarnir3
Svifsýni tekið úr tjörn.
tjarnir4
Aðstoðarhundurinn Nói
tjarnir5
Tunguselsheiði


Warning: Undefined array key "show_post_count" in /home/customer/www/nna.is/public_html/wp-content/plugins/anual-archive/annual_archive.php on line 711
WordPress Image Lightbox Plugin