Brandugluungi á förnum vegi

Starfsmaður Náttúrustofunnar rakst á brandugluunga á förnum vegi í liðinni viku og tók þá þessar meðfylgjandi myndir. Vegurinn var Þjóðvegur 1 um Reykjadal en þar sat þessi snáði á malbikinu og gæddi sér á ógreindum vaðfuglsunga. Til þess að forða snáðanum frá sjálfrennireiðum var hann færður út fyrir veg með feng sinn og tók hann því ágætlega fyrir utan hvæs og hvelli. Það er vonandi að snáðinn haldi sig frá umferðinni í framtíðinni en dæmi eru um að keyrt hafi verið á branduglur.

ugla

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin