Allt í rusli

Lítið hefur verið um uppfærslur á fréttum Náttúrustofunnar undanfarið en það má rekja til mikilla anna við gerð matsskýrslu vegna fyrirhugaðrar sorpbrennslu sunnan Húsavíkur. Í byrjun febrúar samdi Náttúrustofan við Sorpsamlag Þingeyinga um að stofan tæki að sér skýrslugerð vegna mats á umhverfisáhrifum brennslunnar. Í kjölfarið réði Náttúrustofan til sín annan starfsmann, Sesselju G. Sigurðardóttur líffræðing, sem vann tímabundið hjá stofunni á síðasta ári. Skýrslan er vel á veg komin en reiknað er með að helstu þættir er varða fyrirhugaða sorpbrennslu verði kynntir á opnum fundi áður en skýrslan verður fullkláruð.


Warning: Undefined array key "show_post_count" in /home/customer/www/nna.is/public_html/wp-content/plugins/anual-archive/annual_archive.php on line 711
WordPress Image Lightbox Plugin