Rannsóknir í Laxá í Aðaldal

Í sumar hafa verið merktir 60 fiskar með útvarpsmerkjum. Flestir fiskanna voru merktir neðan Æðafossa. Um helmingur af merktu fiskunum hafa gengið eitt ár í sjó, þ.e. smálax. Hinn helmingurinn er stórlax og hefur gengið tvö ár í sjó.

Hægt er að miða út staðsetningu útvarpsmerktra fiska og í framhaldi af því að finna þá staði sem fiskarnir velja til hrygninga. Á þeim stöðum verða botngerð og aðrar aðstæður metnar. Þannig verður hægt að sjá hvaða botngerð laxinn velur til að grafa hrogn sín og þá hvort munur er á vali hrygningarstöðva eftir því hversu lengi laxinn hefur dvalið í sjó. Næsta vor er stefnt að því að rafveiða á hrygningarstöðvunum til að meta afkomu seiða með tilliti til botngerðar og stærðar foreldra.

Kiddi laxar
Útvarpsmerki fest í bakuggarót hrygnunnar.

Merkingum er lokið og er daglega fylgst með því hve margir fiskar eru enn neðan Æðafossa í því skyni að fá upplýsingar um hversu lengi fiskur stoppar þar áður en hann gengur ofar í ánna. Vikulega er farið um Láxá og hliðarárnar til að staðsetja fiskana.

Gott samstarf hefur verið við Laxárfélagið og veiðiréttarhafa í Árnesi sem stutt hafa verkefnið á ýmsan hátt. Veiðimenn á svæðinu hafa sýnt verkefninu einstaka velvild og þolinmæði.

Kiddi laxar1
Kristinn Ólafur Kristinsson sleppir merktri hrygnu, honum til aðstoðar er
Pétur Pétursson.

Warning: Undefined array key "show_post_count" in /home/customer/www/nna.is/public_html/wp-content/plugins/anual-archive/annual_archive.php on line 711
WordPress Image Lightbox Plugin