Rannsóknir í Laxá í Aðaldal

Í sumar hafa verið merktir 60 fiskar með útvarpsmerkjum. Flestir fiskanna voru merktir neðan Æðafossa. Um helmingur af merktu fiskunum hafa gengið eitt ár í sjó, þ.e. smálax. Hinn helmingurinn er stórlax og hefur gengið tvö ár í sjó.

Hægt er að miða út staðsetningu útvarpsmerktra fiska og í framhaldi af því að finna þá staði sem fiskarnir velja til hrygninga. Á þeim stöðum verða botngerð og aðrar aðstæður metnar. Þannig verður hægt að sjá hvaða botngerð laxinn velur til að grafa hrogn sín og þá hvort munur er á vali hrygningarstöðva eftir því hversu lengi laxinn hefur dvalið í sjó. Næsta vor er stefnt að því að rafveiða á hrygningarstöðvunum til að meta afkomu seiða með tilliti til botngerðar og stærðar foreldra.

Kiddi laxar
Útvarpsmerki fest í bakuggarót hrygnunnar.

Merkingum er lokið og er daglega fylgst með því hve margir fiskar eru enn neðan Æðafossa í því skyni að fá upplýsingar um hversu lengi fiskur stoppar þar áður en hann gengur ofar í ánna. Vikulega er farið um Láxá og hliðarárnar til að staðsetja fiskana.

Gott samstarf hefur verið við Laxárfélagið og veiðiréttarhafa í Árnesi sem stutt hafa verkefnið á ýmsan hátt. Veiðimenn á svæðinu hafa sýnt verkefninu einstaka velvild og þolinmæði.

Kiddi laxar1
Kristinn Ólafur Kristinsson sleppir merktri hrygnu, honum til aðstoðar er
Pétur Pétursson.
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin