Vetrarfuglatalningar 2007

Náttúrufræðistofnun Íslands stendur á hverju ári fyrir svo kölluðum vetrarfuglatalningum. Þessar talningar fara fram um allt land og eru framkvæmdar nálægt áramótum. Í þessum talningum eru fuglar taldir á sömu afmörkuðu svæðunum ár eftir ár og gefa því mikilvægar upplýsingar um breytingu á fuglastofnun.

Náttúrustofan hefur upplýsingar um talningar á öllu starfssvæði sínu frá árinu 2002. Á því tímabili hefur verið talið á 26 svæðum. Í ár var talið á 20 svæðum sem er fremur lítið en meðaltal næstu fimm ára á undan er 22, mest verið talið á 25 svæðum en minnst 20. Fjöldi tegunda sem sást að þessu sinni var 47 sem nálægt meðaltali áðurnefndra ára sem er 48. Fjöldi fugla var 9.349 sem er töluvert mikið minna en meðaltalið frá árinu 2002, sem er 16.818 fuglar. og í raun langlægsta talan á því tímabili eins og sjá má á meðfylgjandi töflu.

vetrarfuglatalningar2007

Algengasta tegundin að venju var æðarfugl með alls 7072 einstaklinga, næst kemur silfurmáfur með 2752 fugla og svo stokkönd með 1587 fugla. Stokkönd og hrafn sáust á flestum svæðum eða alls 16 af þeim 20 sem talið var á. Fjöldi þeirra tegunda sem náði 100 einstaklingum eða meira er gefinn upp í töflunni hér að neðan ásamt samanburði við næstu fimm á undan.

vetrarfuglatalningar2007_1

Þegar skoðaður er fjöldi fugla 2002-2006 þá kemur í ljós að mikill breytileiki er á milli ára. Árið í ár virðist vera í neðrimörkum eða það lægsta í fjölda margra tegunda, hvað sem veldur. Það sem er þó merkilegast er að fjöldi stóru máfanna þ.e. svartbaks, hvítmáfs, silfurmáfs og bjartmáfs er mjög lítill. Aðeins sáust 506 fuglar af þessum tegundum að þessu sinni en að meðaltali hafa verið að sjást 2660 fuglar. Hjá öllum þessum tegundum er um lægsta gildi frá árinu 2002 að ræða og er þetta sérstaklega áberandi hjá svartbak. Af honum sáust aðeins 69 fuglar en höfðu minnst verið 305 áður og meðaltalið er 792.

Af sjaldséðum fuglum má nefna að lundi sást í fyrsta sinn í vetrarfuglatalningu á svæðinu frá árinu 2002 en einn lundi sást við Kópasker. Þá sáust þrjár grafendur, tvær dvergsnípur.


Warning: Undefined array key "show_post_count" in /home/customer/www/nna.is/public_html/wp-content/plugins/anual-archive/annual_archive.php on line 711
WordPress Image Lightbox Plugin