Nemendur úr 6. bekk í Borgarhólsskóla og Hafralækjarskóla eru nú þessa dagana að heimsækja Náttúrustofuna í þeim tilgangi að kryfja urriða. Þetta er liður í Laxárskólanum sem hóf göngu sína í haust. Markmiðið er að nemendur kanni þá fiska sem þau veiddu í Laxá í ágúst. Fiskarnir eru bæði skoðaðir að utan og innan og reynt að skilja hlutverk helstu líffæra. Magainnihald, hreistur og kvarnir eru skoðaðar í víðsjá. Sagt er frá byrjun Laxárskólans í fréttum hér á vefsíðu Náttúrustofunnar frá hér.
Menu