Tveir nýir starfsmenn

Náttúrustofan hefur ráðið tvo sumarstarfsmenn, þau Theódóru Matthíasdóttur og Björgvin Friðbjarnarson. Hófu þau störf í síðustu viku og munu starfa út ágúst. Theódóra er 26 ára Seltirningur sem er að ljúka B.S. námi í ferðamálafræði og jarðfræði frá HÍ. Björgvin er 18 ára Húsvíkingur og framhaldsskólanemi á náttúrufræðibraut FSH.

Björgvin Fr. Theó
Björgvin Friðbjarnarson og Theódóra Matthíasdóttir

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin