Vöktun Lóna í Kelduhverfi

Náttúrustofan hefur frá árinu 2010 séð um vöktun á Lónum í Kelduhverfi fyrir fiskeldisfyrirtækið Rifós ehf. sem rekur þar matfiskeldi. Markmið vöktunarinnar er að fylgjast með mögulegum áhrifum fiskeldisins á Lónin. Náttúrustofan hefur frá árinu 2010 sinnt vikulegum mælingum á blaðgrænu-a úr vatnssýnum úr Lónunum. 

Árið 2013 vann Náttúrustofan vöktunaráætlun fyrir Rifós. Vinna samkvæmt vöktunaráætluninni hófst sumarið 2013 með endurtekningu á viðamikilli rannsókn sem gerð var á botndýralífi Lónanna sumarið 1979. Tekin voru 102 botnsýni á 34 stöðvum víðs vegar um Lónin auk þess sem sýni til efnamælinga voru tekin. Vöktun á botndýralífi fer nú fram á þriggja ára fresti og eru tekin sýni á 10 stöðvum auk þess sem sýni til efnagreininga á botnseti eru tekin á þremur stöðvum. Skýrslur verkefnisins má sjá hér eftir árum.

 

IMG_4181

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin