Vöktun á háhitasvæðum í Þingeyjarsýslum

Árið 2012 tók Náttúrustofan að sér rannsóknir og vöktun á gróðurfari og fuglalífi á áhrifasvæðum fyrirhugaðra og núverandi virkjana á Þeistareykjum, í Bjarnarflagi og í Kröflu, samkvæmt verksamningi við Landsvirkjun. Vöktunin hófst með grunnkortlagningu og útsetningu gróðurreita á Þeistareykjum og í Kröflu sumarið 2012 og í Bjarnarflagi 2014. Fylgst verður reglubundið með þekju tegunda og tegundahópa í gróðurreitum næstu árin. Í Bjarnarflagi er einnig fylgst með útbreiðslu sjaldgæfra háhitaplantna. Vöktun fuglalífs nær til mófugla og fálka á Þeistareykjasvæðinu. Árlega verður varpþéttleiki mófugla ákvarðaður, sem og ábúð og varpafkoma fálka í nágrenni Þeistareykjavirkjunar.

Árið 2011 gerði Náttúrustofan úttekt á lífríki tveggja tjarna á Þeistareykjum að beiðni Landsvirkjunar og var sú úttekt endurtekin sumurin 2016-2020.

Skýrslur verkefnisins má sjá hér eftir árum.

IMG_4083

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin