Verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs

Upp úr miðju ári 2008 tók Náttúrustofan að sér ráðgjöf og vinnu við gerð verndaráætlunar fyrir svæðisráð Norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs. Samkvæmt lögum um þjóðgarðinn hafði svæðisráðið 18 mánuði til að ljúka vinnu við gerð tillögu að verndaráætlun fyrir svæðið og lauk þeirri vinnu í upphafi árs 2010. Tillagan var afhent stjórn þjóðgarðsins sem vann hana áfram ásamt tillögum frá öðrum svæðum hans, í eina Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn. Náttúrustofan kom lítilsháttar að þeirri vinnu. Fyrsta útgáfa stjórnunar- og verndaráætlunar Vatnajökulsþjóðgarðs var samþykkt og undirrituð af umhverfisráðherra í febrúar 2011.

IMG_5738

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin