Vatnavöktun Náttúrustofunnar sumarið 2015 lauk þann 20. ágúst þegar flugnagildrur hennar voru teknar niður fyrir veturinn. Þar með er öllum sumarverkefnum Náttúrustofunnar lokið þetta árið, ef frá er talin fiðrildavöktunin sem stendur fram í nóvember.
Gildrurnar eru fimm talsins og staðsettar við Víkingavatn, Skjálftavatn og Ástjörn í Kelduhverfi og Miklavatn og Sílalækjarvatn í Aðaldal. Gildrurnar eru tæmdar þrisvar yfir sumarið og um leið eru tekin svif- og vatnssýni í Víkingavatni og Miklavatni, auk þess sem hornsíli eru veidd í Víkingavatni þegar flugnagildran þar er tekin niður.
Úrvinnsla sýna frá sumrinu er nú hafin.






