Sumarlok

Vatnavöktun Náttúrustofunnar sumarið 2015 lauk þann 20. ágúst þegar flugnagildrur hennar voru teknar niður fyrir veturinn. Þar með er öllum sumarverkefnum Náttúrustofunnar lokið þetta árið, ef frá er talin fiðrildavöktunin sem stendur fram í nóvember.

Gildrurnar eru fimm talsins og staðsettar við Víkingavatn, Skjálftavatn og Ástjörn í Kelduhverfi og Miklavatn og Sílalækjarvatn í Aðaldal. Gildrurnar eru tæmdar þrisvar yfir sumarið og um leið eru tekin svif- og vatnssýni í Víkingavatni og Miklavatni, auk þess sem hornsíli eru veidd í Víkingavatni þegar flugnagildran þar er tekin niður.

Úrvinnsla sýna frá sumrinu er nú hafin.

20150827_114959_resized
Eitthvað af fllugum rataði í flugnagildruna á Víkingavatni. Hér hefur sýni sem losað var úr gildrunni 20. ágúst verið hellt á bakka. Hlutsýni eru tekin með hringjunum.
2015-08-27 11.56.01_resized
Flugurnar eru flokkaðar og taldar undir víðsjá.
2015-08-27 11.57.35
Veiðin gefur upplýsingar um stærð mýflugustofna í vötnunum auk þess sem hún gefur vísbendingar um ástand botndýralífs og átuskilyrði þeirra fugla sem á vötnunum eru.

 

 

 


Warning: Undefined array key "show_post_count" in /home/customer/www/nna.is/public_html/wp-content/plugins/anual-archive/annual_archive.php on line 711
WordPress Image Lightbox Plugin