Smáfuglar í vetrartíð

Vetur konungur er ekki alveg búinn að leggja niður vopn sín þó komið sé sumar samkvæmt almanakinu. Margir farfuglar eru komnir til landsins og berjast nú við að halda lífi í þessari kuldatíð. Erfiðast er þetta fyrir smáfuglana sem sækja margir hverjir í bæi og heim að húsum í von um æti. Náttúrustofan vill hvetja alla til að hjálpa þessum smávinum með matargjöfum. Þrestir eru ekki matvandir og éta nánast alla matarafganga ef þeir eru brytjaðir niður, snjótittlingar og auðnutittlingar eru meira í ýmiskonar kornmeti og fuglafóðri sem selt er í búðum. Annars má fræðast um garðfugla og matargjafir þeirra á garðfuglavef Fuglaverndar http://fuglavernd.is/heim/gardfuglar/.

Turili01
Skógarþröstur í ætisleit
Corcor01
Hrafninn er skemmtilegur fugl sem kemur gjarnan í fóður
Turili02
Gott er að sópa snjóinn af jörðinni þar sem fuglum er gefið

 

 

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin