Vistfræði tjarna og smávatna

Náttúrustofan tók þátt í rannsókn á vistfræði tjarna og smávatna sem unnin var í samstarfi við Veiðimálastofnun (nú Hafrannsóknastofnun rannsóka- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna), Náttúrufræðistofnun Íslands og Líffræðistofnun Háskólans (nú Líffræðistofa). Verkefnið hlaut styrk frá rannsóknasjóði RANNÍS árið 2006.

IMG_2220

Meginmarkmið rannsóknarinnar var þríþætt:

  • að afla grunnupplýsinga um vistfræði tjarna á hálendum heiðum, tjarnir á láglendi í sömu landshlutum hafðar til viðmiðunar.
  • að meta breytileika í samfélagsgerðum smádýra tjarna/smávatna og svara því hvort samfélög (einkum smádýr) tjarna og smávatna endurspegli landfræðilega staðsetningu fremur en innbyrðis skyldleika.
  • að ráða í hvaða þættir það eru sem helst móta þau samfélög smádýra sem finnast í tjörnum og smávötnum.

Sýnum var safnað úr tjörnum á fimm hálendissvæðum og á láglendi til viðmiðunar; á Austurlandi, Norðausturlandi, Norðvesturlandi, Vestfjörðum og á Miðhálendi. Auk þess var upplýsingum um gróðurfar og fuglalíf á tjarnarsvæðunum kannað.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin