Vatnafuglar

Vatnafuglar eru taldir tvisvar á sumri á ákveðnum svæðum (sjá mynd). Að vori er fjöldi fugla metinn og aftur síðsumars til að meta ungaframleiðslu.

Markmiðið er að fylgjast með þróun vatnafuglastofna í Þingeyjarsýslum utan Mývatns, Laxár, Svartár og Svartárvatns en þau svæði eru vöktuð af Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn (RAMÝ). Í samvinnu við RAMÝ er reynt að ná utan um heildarstofna nokkurra tegunda hér á landi sem finnast nær eingöngu eða að langmestu leyti í Þingeyjarsýslum (flórgoði, húsönd, hrafnsönd og gargönd). Fylgst er með vatnafuglastofnum á votlendissvæðum í Ljósavatnsskarði, Reykjadal, Aðaldal og Kelduhverfi og notaðar eru sambærilegar aðferðir og notaðar hafa verið við vatnafuglatalningar á Mývatni frá því 1975.

fuglavoktunNNA
1. mynd. Talningarsvæði Náttúrustofunnar sem talin hafa verið frá 2004 eru hér umkringd með bláum lit.
Figure 1. A map of northeast Iceland showing areas where the waterfowl census has taken place since 2004 (blue outlines).

 

Vatnafuglar hafa verið taldir á fjölda svæða frá Ljósavatnsskarði austur í Kelduhverfi frá árinu 2004. Teknar hafa verið saman tölur yfir fjölda fugla á þeim svæðum sem talin hafa verið frá upphafi. Á síðari árum hafa bæst við nokkrar tjarnir og vötn á svæðinu en þær viðbætur eru undanskildar niðurstöðunum sem sjá má hér að neðan.  

 alft15

grg-hg15

rau15

gar-gra15

sto-urt15

ske15

sku-dug15

hra-hav15

top15

him-lom15

flo15

 

jadrakan15

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin