Sjófuglar hafa verið taldir á föstum sniðum í Skoruvíkurbjargi frá árinu 2006 (2. mynd), en áður hafði dr. Arnþór Garðarsson hjá Líffræðistofnun Háskólans (nú Líffræðistofa) ákvarðað þessi talningarsnið og talið á þeim fjórum sinnum á tímabilinu 1986-2005. Talið er á 21 sniði í bjarginu en það er gert með því að taka myndir af sniðunum af bjargbrún og telja svo af myndunum í tölvu. Skráður er fjöldi rituhreiðra, fýlssetra og fjöldi svartfugla og hann umreiknaður í 10m bjargs. Svartfuglar eru greindir til tegunda á staðnum og er hlutfallið milli tegunda reiknað upp í þann fjölda sem talinn er af myndum. Sömu aðferð hefur verið beitt í Grímsey en Arnþór ákvarðaði þar talningasnið og taldi sumarið 2009. Náttúrustofan hefur séð um talningar þar frá sumrinu 2011 en engin talning var þar sumarið 2010 (3. mynd).
Myndirnar hér að neðan sýna niðurstöður sjófuglatalninga síðustu ára, en þær má stækka með því að smella á þær.
Fýlar hafa verið taldir í Ásbyrgi undanfarin ár (4. mynd).
Ritur hafa verið taldar í tveimur vörpum við Skjálfanda, við Saltvík og á Húsavíkurhöfða, snemmsumars til að meta fjölda í varpi og aftur síðsumars til að meta varpárangur. Slíkt hið sama hefur verið gert í Skoruvíkurbjargi. Niðurstöður varpárangurs má sjá á 5. mynd.

Figure 1. Seabird colonies (black circles) in northeast Iceland monitored by the Northeast Iceland Nature Research Centre.


Figure 3. Index of changes of the mean number of seabirds from eight transects on Grímsey island during 2009-2016.

Figure 4. Number of AOS of Northern Fulmars in Ásbyrgi during 1966-2014.

Figure 5. Average number of young Black-legged Kittiwakes per nest at three colonies in northeast Iceland during 2006-2015, shown with 95% confidence limits.