Mófuglar

Náttúrustofan hefur vaktað mófugla með punkttalningum frá árinu 2010. Þessi aðferðafræði við vöktun mófugla byggir á því að telja fugla á sömu punktum ár eftir ár, á sama tíma og við sambærilegar aðstæður. Punktunum er raðað með 300 m millibili eftir sniðlínum en fjöldi punkta á sniðlínu er mismunandi eftir aðstæðum á hverjum stað, allt frá 6 og upp í 16. Yfirleitt er gengið á milli punkta en nokkur snið liggja eftir slóðum og er þá ekið á milli punktanna. Fyrstu þrjú árin var talið á 105 punktum á 12 sniðum en vegna veðurs og færðar var aðeins talið á 98 punktum árið 2013. Síðan hefur punktum verið fjölgað og voru þeir 152 árið 2014 en frá 2015 hefur verið talið á 176 punktum á 17 sniðum. Þetta þarf að hafa í huga við skoðun gagna þar sem sniðin eru ekki öll á sambærilegum búsvæðum. Fyrstu þrjú árin eru þó sambærileg innbyrðis og einnig árin frá 2015.

Við punkttalningar er talið á hverjum punkti í nákvæmlega 5 mínútur. Allir fuglar sem sjást að 200 m fjarlægð eru taldir og fjarlægð í þá mæld með fjarlægðarmæli. Talið er á hverjum punkti innan sama 14 daga tímabils árlega og innan sömu klukkustundar dagsins. Einungis er talið við hagstæð veðurskilyrði. Gögin eru svo sett inn í sérstakt reiknilíkan (Distance) og þannig fæst þéttleiki einstakra tegunda. Þó allar tegundir séu skráðar er þéttleiki aðeins reiknaður fyrir þær 9 algengustu, heiðlóu, lóuþræl, hrossagauk, jaðrakan, spóa, stelk, kjóa, skógarþröst og þúfutittling. Hér að neðan má sjá staðsetningar talningasniðanna og niðurstöður þéttleikaútreikninga.

fuglavoktunNNA
1. mynd. Staðsetning talningasniða sem Náttúrustofan hefur talið árlega frá 2015 (rauðir punktar).

Allar_teg_til_2017

Heidloa-spoi_til_2017

Louthraell_Hrossag_til-2017

Stelkur_jadrakan_kjoi_til_2017

Skogarthrostur_thufutittlingur_til_2017

 

 

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin