Lónin í Kelduhverfi

Frá árinu 2010 hefur Náttúrustofa Norðausturlands séð um vöktun á lífríki Lónanna í Kelduhverfi fyrir fiskeldisfyrirtækið Rifós hf. með það að markmiði að fylgjast með mögulegum áhrifum fiskeldisins á lífríki Lónanna. Frá árinu 2013 hefur verið unnið eftir vöktunaráætlun fyrir starfsemi fiskeldisins sem samþykkt var af Umhverfisstofnun.

Náttúrustofan hefur frá árinu 2010 sinnt vikulegum mælingum á blaðgrænu-a í Lónunum, allt árið um kring. Frá árinu 2013 hafa að auki verið gerðar ítarlegri rannsóknir á þriggja ára fresti þar sem botndýralíf Lónanna er skoðað og efnamælingar gerðar á botnseti.

009

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin