Gróður

Verkefni Náttúrustofunnar á sviði gróðurrannsókna og gróðurvöktunar hafa ekki verið fyrirferðamikil. Árið 2012 varð hinsvegar breyting á en þá tók Náttúrustofan að sér rannsóknir og vöktun á gróðurfari á áhrifasvæðum fyrirhugaðra og núverandi virkjana á Þeistareykjum, í Bjarnarflagi og í Kröflu, samkvæmt verksamningi við Landsvirkjun.

Vöktunin hófst sumarið 2012 en þá voru settir út gróðurreitir við Þeistareyki og Kröflu. Árið 2014 voru einnig settir út gróðurreitir við Bjarnarflag. Næstu árin verður fylgst reglubundið með þekju tegunda og tegundahópa í gróðurreitunum. Í Bjarnarflagi verður einnig fylgst með útbreiðslu sjaldgæfra háhitaplantna;  naðurtungu (Ophioglossum azoricum), dvergtungljurtar (Botrychium simplex) og keilutungljurtar (Botrychium minganense). Á sama tíma verða mófuglar og fálkar vaktaðir á Þeistareykjasvæðinu ásamt lífríki tveggja tjarna.

IMG_1703-breytt

Sumarið 2016 hóf Náttúrustofan einnig vöktun á gróðurfari í nágrenni Bakka við Húsavík en kísilmálmverksmiðjan PCC BakkiSilicon hf. tók þar til starfa á vormánuðum 2018. Þar verður fylgst reglubundið með þekju tegunda og tegundahópa í föstum gróðurreitum en vöktunin er hluti af umhverfisvöktun við Bakka.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin