Brandönd

Frá árinu 2008 hafa brandendur (Tadorna tadorna) á Melrakkasléttu verið taldar. Brandendur eru tiltölulega nýlega farnar að verpa á Íslandi en fyrsta staðfesta varp tegundarinnar hér á landi var á Gáseyri við Eyjafjörð árið 1990. Á Norðurlandi var auk Gáseyrar vitað um brandandavarp á Melrakkasléttu, en þar varp tegundin fyrst árið 1999. Frá árinu 2008 hafa varppör á Melrakkasléttu verið talin í samvinnu við Guðmund Örn Benediktsson fuglaáhugamann á Kópaskeri.

2013-06-03 14.03.17

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin