Niðurstöður vetrarfuglatalninga á Tjörnesi

Árleg vetrarfuglatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands fór fram dagana 9.-10. janúar 2016 og var þetta jafnframt í 64. skipti sem þessar talningar eiga sér stað. Enn eiga eftir að berast niðurstöður frá nokkrum talningarsvæðum í Þingeyjarsýslum en rétt að segja frá helstu niðurstöðum talninga á Tjörnesi. Þar hófust talningar á árunum 1956-58. Talið er með strandlengjunni sem er um 59 km að lengd og skiptist hún upp í sjö mislöng svæði, 4,2-15,45 km, frá Laxárós í vestri austur í Lónsós. Það er misjafnt hversu mörg svæði hafa verið talin hverju sinni en nú voru öll svæðin talin fjórða árið í röð og sáust 37 fuglategundir (1. mynd).

2. mynd. Fjöldi svæða (rauðar súlur) talin á athugunarsvæðinu frá 1956-2014 og fjöldi tegunda (grænar súlur) sem sáust. Figure 2. Number of areas (red columns) counted during each winter bird count from 1956-2014 and the number of bird species (green columns) recorded.
1. mynd. Fjöldi svæða (rauðar súlur) talin umhverfis Tjörnes frá 1956-2015 og fjöldi tegunda (grænar súlur) sem sáust.

 

Æðarfugl er langalgengasti fuglinn umhverfis Tjörnes en nú sáust 9051 fugl á svæðunum sjö (+0,8% breyting frá síðustu talningu, 2. mynd), hávella er í öðru sæti með 805 fugla (-29,6%, 3. mynd), stokkönd í þriðja sæti með 714 fugla (-1,4%), straumönd í því fjórða með 659 fugla (-2,5%) og loks silfurmáfur fimmti algengasti fuglinn (524 fuglar, +20,2%). Milli ára fækkaði dílaskarfi (4. mynd) og sendlingi hlutfallslega mest (tæplega 39% fækkun), óvíst er hvað veldur þessum mun milli ára en þó er rétt að benda á að fjöldi sendlinga getur sveiflast mikið eftir sjávarstöðu. Fækkun hávellunnar er einnig athyglisverð en þetta er mesta breyting milli ára sem við höfum séð í rúman áratug (3. mynd).

Fjöldi æðarfugla á Tjörnesi. Rauðir punktar tákna meðalfjölda fugla á km á öllum svæðum sem talin voru frá 1956 til 2015. Græn lína er 5 ára keðjumeðaltal, sýnd með staðalfrávikum.
2. mynd. Fjöldi æðarfugla við Tjörnesi. Rauðir punktar tákna meðalfjölda fugla á km á öllum svæðum sem talin voru frá 1956 til 2015. Græn lína er 5 ára keðjumeðaltal, sýnd með staðalfrávikum.

 

Fjöldi hávellu. Rauðir punktar tákna meðalfjölda fugla á km á öllum svæðum sem talin voru frá 1956 til 2015. Græn lína er 5 ára keðjumeðaltal, sýnd með staðalfrávikum.
3. mynd. Fjöldi hávellu við Tjörnesi. Rauðir punktar tákna meðalfjölda fugla á km á öllum svæðum sem talin voru frá 1956 til 2015. Græn lína er 5 ára keðjumeðaltal, sýnd með staðalfrávikum.

 

4. mynd. Fjöldi dílaskarfa við Tjörnes. Rauðir punktar tákna meðalfjölda fugla á km á öllum svæðum sem talin voru frá 1956 til 2015. Græn lína er 5 ára keðjumeðaltal, sýnd með staðalfrávikum.
4. mynd. Fjöldi dílaskarfa við Tjörnes. Rauðir punktar tákna meðalfjölda fugla á km á öllum svæðum sem talin voru frá 1956 til 2015. Græn lína er 5 ára keðjumeðaltal, sýnd með staðalfrávikum.

 

Fleiri myndir sem sýna stofnsveiflur algengustu tegunda við Tjörnes má sjá á heimasíðu Náttúrustofunnar.

 

 

WordPress Image Lightbox Plugin