Ljósgildrur settar upp.

Árleg  fiðrildavöktun Náttúrustofunnar hófst í síðustu viku þegar fiðrildagildrur voru settar upp við Ás í Kelduhverfi og Skútustaði í Mývatnssveit. Ljós gildranna eru tendruð 16. apríl ár hvert og eru þær tæmdar vikulega uns þær eru teknar niður þann 5. nóvember. Gildran í Ási hefur verið starfrækt frá 2007 en á Skútustöðum frá 2009. Upplýsingar um afla síðustu ára má sjá hér.

Þó vöktunin hafi ekki staðið yfir í langan tíma er fróðlegt að skoða ferlana. Miklar sveiflur geta verið í fjölda fiðrilda milli ára og því getur þurft að horfa til langs tíma til að greina stofnbreytingar. Sveiflur einstakra tegunda eru ekki endilega í takt milli gildra. Dæmi um það er víðifeti en af honum koma vanalega frá nokkrum tugum til fárra hundraða eintaka á ári í Ási. Sumarið 2011 varð hins vegar sprenging þegar hátt í þrjú þúsund víðifetar komu í gildruna. Sama ár var hins vegar enga stóra breytingu að sjá í fjölda víðifeta á Skútustöðum. Sumar tegundir hafa þó sýnt samskonar ferla milli svæða og bestu dæmin um það eru klettafeti og mófeti. Mun lengri tíma þarf þó til að sjá hvort þar sé um eðlilegt mynstur að ræða.

Myndirnar hér að neðan sýna annarsvegar ljósgildruna í Ási og hins vegar grasyglu (Cerapteryx graminis) sem er fiðrildi grasmaðksins.

Ljósgildra-Ás

 

Grasygla


Warning: Undefined array key "show_post_count" in /home/customer/www/nna.is/public_html/wp-content/plugins/anual-archive/annual_archive.php on line 711
WordPress Image Lightbox Plugin