Landvarðanámskeið í Skaftafelli 2015

Á hverju ári heldur Umhverfisstofnun námskeið í landvörslu fyrir verðandi landverði friðlýstra svæða. Námskeiðið er að þessu sinni haldið á tímabilinu 12. febrúar – 8. mars og spannar um 100 klst. og eru nemendur 32. Hluti námskeiðsins fór fram í Skaftafelli dagana 26. febrúar – 1. mars en þar æfðu nemendur sig í náttúrutúlkun og undirbjuggu gönguferðir og aðra dagskrá fyrir gesti.  Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, starfsmaður Náttúrustofunnar, kennir á námskeiðinu og tók hún nokkrar myndir í Skaftafelli. Eins og sjá má fengu nemendur og leiðbeinendur hið besta veður á námskeiðinu sem fór að miklu leyti fram utan dyra.

Það hefur verið árviss viðburður að fara með nemendur landvarðanámskeiðs í Skaftafell á þessum tíma enda aðstæður þar yfirleitt mjög góðar til útiveru. Nú bar hinsvegar svo við, í fyrsta skipti á landvarðanámskeiði, að snjór var yfir öllu svæðinu en enginn lét það á sig fá og allir skiluðu sínu með sóma.

Landvarðanámskeið í Skaftafelli
Nokkrir nemendur við Selið í Skaftafelli
20150228_131935
Horft til vesturs yfir Skeiðarársand, Skeiðarárjökul og Lómagnúp.
20150228_131718
Nemendur og leiðbeinendur á landvarðanámskeiði

Warning: Undefined array key "show_post_count" in /home/customer/www/nna.is/public_html/wp-content/plugins/anual-archive/annual_archive.php on line 711
WordPress Image Lightbox Plugin