NNA

Vöktun Lóna í Kelduhverfi

Í apríl árið 2010 hóf Náttúrustofan vöktun á lífríki Lónanna í Kelduhverfi að frumkvæði fiskeldisfyrirtækisins Rifóss ehf. sem rekur þar matfiskeldi. Markmið vöktunarinnar er að fylgjast með mögulegum áhrifum fiskeldisins í Lónunum á lífríki þeirra. Miðað var við að í upphafi yrði ráðist í einfaldar rannsóknir sem þó gætu endurspeglað ástand lífríkis Lónanna. Ákveðið var að í byrjun færi fram vöktun á frumframleiðni Lónanna með mælingum á blaðgrænu-a. Verkefnið er eitt af föstum þjónustuverkefnum stofunnar.

IMG_4181

Árið 2013 vann Náttúrustofan nýja vöktunaráætlun fyrir Rifós en stefnt er að því að auka vöktunarrannsóknir á Lónunum töluvert. Vinna samkvæmt vöktunaráætluninni hófst sumarið 2013 með endurtekningu á viðamikilli rannsókn sem gerð var á botndýralífi Lónanna sumarið 1979. Tekin voru 102 botnsýni á 34 stöðvum víðs vegar um Lónin. Unnið var úr sýnum veturinn 2013-2014 og kom skýrsla út vorið 2014. Út frá niðurstöðum botndýrarannsókna voru valdar 10 stöðvar sem notaðar verða til vöktunar á þriggja ára fresti.