NNA

Lónin í Kelduhverfi

Í apríl árið 2010 hóf Náttúrustofan vöktun á lífríki Lónanna í Kelduhverfi að frumkvæði fiskeldisfyrirtækisins Rifóss ehf. sem rekur þar matfiskeldi. Markmið vöktunarinnar er að fylgjast með mögulegum áhrifum fiskeldisins í Lónunum á lífríki þeirra. Miðað var við að í upphafi yrði ráðist í einfaldar rannsóknir sem þó gætu endurspeglað ástand lífríkis Lónanna. Ákveðið var að í byrjun færi fram vöktun á frumframleiðni Lónanna með vikulegum mælingum á blaðgrænu-a. Verkefnið er eitt af föstum þjónustuverkefnum stofunnar.

009