NNA

Fiðrildi

Náttúrustofan hefur vaktað fiðrildi með ljósgildrum frá árinu 2007. Í byrjun var ein gildra sett upp í Ási í Kelduhverfi en árið 2009 var önnur sett upp við Náttúrurannsóknastöðina við Mývatn á Skútustöðum. Vöktunin er hluti af samstarfsverkefni Náttúrufræðistofnunar Íslands, náttúrustofa og fleiri aðila um vöktun fiðrilda á landsvísu. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur yfirumsjón með verkefninu og hægt er að fræðast betur um það hér.OLYMPUS DIGITAL CAMERA Gildrurnar eru tæmdar vikulega og er aflinn sem úr þeim fæst greindur til tegunda. Til ársins 2015 hafa 44 tegundir fiðrilda komið í gildrur Náttúrustofu Norðausturlands eins og sjá má í töflunni hér að neðan.

Tegundalisti

Af sumum þessara tegunda hafa einungis komið örfá eintök í gildrurnar og skipta þær því litlu máli varðandi vöktun. Hér fyrir neðan eru línurit sem sýna breytingar í afla gildranna eftir tegundum. Árið 2009 var gildran á Skútustöðum aðeins starfrækt hluta sumars og er það ár því ekki tekið með. Aflinn frá Ási er merktur með rauðum ferli en frá Skútustöðum með bláum.

01-Coleophora_algidella02-Bryotropha_similis03-Dysstroma_citrata04-Entephria_caesiata05-Eupithecia_satyrata06-Hydriomena_furctata07-Operophtera_brumata08-Xanthorhoe_decoloraria09a-Cerapteryx_graminis10a-Diarsia_mendica11-Euxoa_ochrogaster12-Syngrapha interrogationis13-Acleris_notana14-Eana_osseana15-Epinotia_solandriana