NNA

Fiðrildi

Náttúrustofan hefur vaktað fiðrildi með ljósgildrum frá árinu 2007. Í byrjun var ein gildra sett upp í Ási í Kelduhverfi en árið 2009 var önnur sett upp við Náttúrurannsóknastöðina við Mývatn á Skútustöðum. Gildran á Skútustöðum var ekki starfrækt allt árið 2009, því er miðað við árið 2010 sem upphafsár. Vöktunin er hluti af samstarfsverkefni Náttúrufræðistofnunar Íslands, náttúrustofa og fleiri aðila um vöktun fiðrilda á landsvísu. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur yfirumsjón með verkefninu og hægt er að fræðast betur um það hér

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Gildrurnar eru tæmdar vikulega og er aflinn sem úr þeim fæst greindur til tegunda. Til ársins 2017 hafa 45 tegundir fiðrilda verið greind úr gildrum Náttúrustofunnar. Taflan hér að neðan sýnir meðalfjölda fiðrilda af hverri tegund sem komið hafa í hvora gildru, í Ási (2007 – 2018) og á Skútustöðum (2010 – 2018). Innan sviga er getið fjölda ára sem tegundin hefur komið í gildrurnar.

Tegund Fræðiheiti Meðalfj. í Ási Meðalfj. á Skútustöðum
Hærupysja Coleophora algidella 12 (11) 0,4 (4)
Sefpysja Coleophora alticolella 0,1 (1)
Reyrslæða Crambus  pascuella 0,3 (3)
Mosabugða Bryotropha similis 12 (9) 0,1 (1)
Hagabugða Gnorimoschema valesiella 0,3 (2) 0,1 (1)
Sktrautfeti Dysstroma citrata 349 (12) 17 (9)
Klettafeti Entephria caesiata 62 (12) 50 (9)
Möðrufeti Epirrhoe alternata 4,3 (8) 1,8 (7)
Lyngfeti Eupithecia nanata 0,3 (2) 0,4 (2)
Einifeti Eupithecia pusillata 0,1 (1) 0,1 (1)
Mófeti Eupithecia satyrata 44 (12) 14 (9)
Víðifeti Hydriomena furcata 513 (12) 326 (9)
Haustfeti Operophtera brumata 70 (11) 2,3 (2)
Birkifeti Rheumaptera hastata 1,1 (9) 0,9 (5)
Túnfeti Xanthorhoe decoloraria 61 (12) 82 (9)
Mýrfeti Xanthorhoe designata 0,1 (1) 0,9 (5)
Asparygla Agrochola circellaris 0,7 (3)
Garðygla Agrotis ypsilon 0,3 (4)
Hrossygla Apamea exulis 0,1 (1) 0,1 (1)
Stráygla Apamea remissa 0,1 (1)
Gammaygla Autographa gamma 1,3 (9) 0,1 (1)
Grasygla Cerapteryx graminis 20 (12) 0,3 (2)
Jarðygla Diarsia mendica 86 (12) 36 (9)
Úlfygla Eurois occulta 0,3 (1) 0,1 (1)
Brandygla Euxoa ochrogaster 276 (12) 9,4 (9)
Sigðygla Helotropha leucostigma 0,1 (1)
Ertuygla Melanchra pisi 0,1 (1)
Hringygla Mniotype adusta 0,3 (3) 0,2 (1)
Gulygla Noctua pronuba 5,1 (9) 1,2 (2)
Skrautygla Phlogophora meticulosa 0,3 (3)
Gráygla Rhyacia quadrangula 0,7 (6) 0,1 (1)
Bergygla Standfussiana lucernea 0,1 (1)
Silfurygla Syngrapha interrogationis 9,1 (11) 1,0 (6)
Netluygla Xestia c-nigrum 0,1 (1)
Kálmölur Plutella xylostella 2,8 (9) 0,8 (3)
Dílamölur Rhigognostis senilella 0,6 (4) 0,4 (3)
Steinfön Stenoptilia islandicus 0,1 (1)
Víðiglæða Matilella fusca 0,2 (2)
Ullarmölur Monopis laevigella 1,5 (7)
Lyngvefari Acleris maccana 24 (11) 8,4 (7)
Birkivefari Acleris notana 640 (12) 6,7 (5)
Kjarrvefari Apotomis sororculana 3 (10) 0,3 (2)
Flikruvefari Cochylis dubitana 0,6 (6) 0,1 (1)
Grasvefari Eana osseana 494 (12) 31 (8)
Tígulvefari Epinotia solandriana 1024 (12) 50 (9)
Barrvefarai Zeiraphera griseana 5,5 (6) 0,1 (1)
Fjöldi tegunda 44 35

Auðveldara er að fylgja eftir breytingum hjá algengum tegundum en þeim sem eru sjaldgæfar. Línuritin hér að neðan sýna breytingar í afla eftir árum fyrir þær tegundir sem eru með 5 eintök eða fleiri að meðaltali. Til að auðvelda samanburð er notuð vísitala fjölda sem miðast út frá meðalfjölda tegundarinnar í þeirri gildru sem við á.

Col-alg-2018

Bry-sim-2018

Dys-cit-2018

Ent-cae-2018

Eup-sat-2018

Hyd-fur-2018

Ope-bru-2018

Xan-dec-2018

Cer-gra-2018

Dia-men-2018

Eux-och-2018

Syn-int-2018

Acl-mac-2018

Acl-not-2018

Ean-oss-2018

Epi-sol-2018