NNA

Upplýsingamiðlun og móttaka gesta

Upplýsingamiðlun er mikilvægt verkfæri við stjórnun friðlýstra svæða en hún felur í sér að tryggja aðgengi gesta að nauðsynlegum upplýsingum er varða dvöl þeirra á svæðinu. Upplýsingar um verðmæti svæðisins (náttúru og sögu) og verndargildi þeirra, aðgengi og leiðir um svæðið, reglur svæðisins, veitta þjónustu og öryggismál skipta allar máli.

Upplýsingamiðlun fer fram innan sem utan svæðis í formi persónulegra samskipta eða annarra miðla eins og vefsíðna, bæklinga, skilta og samfélagsmiðla.

Hér verður fyrst og fremst fjallað um upplýsingamiðlun og móttöku gesta í gestastofum.

Starfsfólk gestastofa á stóran þátt í að skapa ímynd svæðisins í hugum gesta; það myndar framvarðarlínuna, þar fara fram fyrstu samskiptin, fyrsta upplifunin og fyrsta reynsla gesta af svæðinu. Starfsfólk gestastofa er oft eina starfsfólkið sem gestir hitta á viðkomandi svæði og því einu persónulegu samskiptin sem gestir eiga við starfsfólk.

Fyrstu-kynni

Það er mikilvægt að starfsfólk gestastofa:

Móttaka