NNA

Mismunandi miðlar

Náttúrutúlkun fer fram á tvenns konar formi, með persónulegum samskiptum eða miðlun í formi bæklinga, skilta, sýninga og fleiri miðla. Hjá þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna – NPS nær persónuleg náttúrutúlkun til um 22% þjóðgarðsgesta á meðan um 62% gesta fá fræðslu í gegnum aðra miðla.

Picture2

Með því að nota bæði persónuleg samskipti og fjölbreytta miðla við fræðslu náum við til fleiri gesta og komum til móts við mismunandi þarfir þeirra. Engir tveir gestir eru eins. Þeir hafa ólíkan bakgrunn, mismunandi og fjölbreytt áhugasvið og þeir læra á margvíslegan hátt. Þá ferðast þeir með ólíkum hætti í rúmi og tíma og það hentar ekki öllum það sama þegar kemur að upplýsingagjöf og fræðslu.

Skoðum nánar:

20160629_094836

Hvort sem náttúrutúlkun er miðlað á persónulegan hátt eða ekki þarf hún að hafa fjóra mikilvæga eiginleika (sjá grundvallaratriði Sam Ham) og:

  • Vera ánægjuleg.
  • Höfða til gesta.
  • Hafa skýr og sterk skilaboð sem kristallast í rauðum þræði.
  • Vera sett upp með skipulögðum hætti – límd saman og tengd með einum rauðum þræði.