NNA

Hvað er náttúrutúlkun?

Ensku orðin yfir náttúrutúlkun og umhverfistúlkun, nature interpretation, environmental intepretation, culture interpretation og heritage interpretation, gefa til kynna túlkun eða þýðingu. Það er einmitt það sem náttúrutúlkun felur í sér og rétt eins og góður þýðandi, þarf sá sem túlkar að kunna bæði „tungumálin“ mjög vel.  Í þessu tilviki „tungumál“ verðmætanna (náttúru og sögu) annars vegar og „tungumál“ gestanna hins vegar.

Náttúrutúlkun er áhrifarík aðferð sem skapar tengsl milli gesta og umhverfis, vitsmunaleg og tilfinningaleg. Hún varpar ljósi á það sem er gestum ekki endilega augljóst og segir söguna á bak við útsýnið, náttúrufyrirbærið eða menningarminjarnar. Náttúrutúlkun er upplifun með gagnvirkri þátttöku gesta þar sem verðmætin; náttúran og sagan, öðlast merkingu í hugum þeirra. Hún tengir saman fólk og stað og þeir sem stunda náttúrutúlkun eru hlekkurinn sem myndar þau tengsl. Saman mynda „túlkandinn“, gesturinn og verðmætin hið gagnvirka og jafnframt mikilvæga þríeyki náttúrutúlkunar.

þríeyki

Fólk vill vernda það sem því þykir vænt um og það er hlutverk okkar sem förum með gesti um náttúru Íslands að skapa ánægjulega stemningu; stemningu sem skapar tengsl milli gesta og umhverfis og stemningu sem skapar umhyggju fyrir umhverfinu. Sá sem túlkar þarf að þróa með sér þekkingu og færni til að miðla á áhrifaríkan hátt.

Í þessum kafla verður fjallað um:

Túlkun-er-ekki-upplýsingamiðlun...